mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smáey VE með mest aflaverðmæti báta 2007

24. júlí 2008 kl. 17:33

Togbáturinn Smáey VE frá Vestmannaeyjum skilaði mestu aflaverðmæti í bátaflotanum á árinu 2007 eða 477 milljónum króna. Smáey var einnig efst í þessum flokki árið áður en þá með 451 milljón króna. Afli bátsins á árinu 2007 nam 3.076 tonnum samanborið við 3.060 tonnum árið áður. Meðalverð miðað við afla upp úr sjó var 155 krónur kílóið samanborið við 147 kr/kg árið á undan.

Í næstu tveimur sætum miðað við aflaverðmæti voru línubátarnir Páll Jónsson GK og Kristín GK, báðir frá Grindavík, sá fyrrnefndi með 457 milljónir króna (4.262 tonn) og sá síðarnefndi með 445 milljónir (4.066 tonn). Fjórði var togbáturinn Steinunn SF frá Hornafirði með 430 milljónir króna (3.440 tonn) og fimmti togbáturinn Vestmannaey VE með 416 milljónir króna ( 2.840 tonn) en sá bátur kom nýr til landsins í mars í fyrra. Páll Jónsson GK varð aflahæstur í bátaflotanum.