mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smárækjan skilin frá í sjónum

3. maí 2010 kl. 12:01

Nýjar rannsóknir sýna að við rækjuveiðar er unnt að skilja frá allt að 80% af smárækju með sérstökum ristum eða skiljum sem komið er fyrir í trollinu. Smárækjunni er þannig hleypt út aftur en stærri rækjan situr eftir í veiðarfærinu.

Með þessu móti er hægt að auka aflaverðmæti skipa sem veiða samkvæmt kvótakerfi því hvert tonn af stærri rækjunni er mun verðmætara en tonnið af þeirri smærri. Auk þess leiðir þessi veiðimáti til verndunar á uppvaxandi rækju.

Tilraunir þessar eru sameiginlegt verkefni vísindastofnana og fyrirtækja í Færeyjum, Grænlandi og Kanada með fjárstyrk frá Norðurlandaráði. Þróunin á ristinni hefur að undanförnu verið í höndum færeysku hafrannsóknastofnunarinnar og netafyrirtækisins Vónin í Færeyjum.

Skýrt er frá þessu á vef grænlenska útvarpsins.