laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Snekkjan fór á hliðina - MYNDBAND

26. maí 2014 kl. 17:00

Snekkjan umtalaða.

Göt á botninum orsökuðu óhappið

Þegar sjósetja átti rándýra lystisnekkju í Washingtonríki í Bandaríkjunum  um síðust helgi tókst ekki betur til en svo að hún fór á hliðina. Skipasmiðir og eigendur stóðu hjálpalausir og ráðþrota og horfðu á þegar tíu milljón dala, 1.100 milljóna íslenskra króna, snekkjan skall á hliðina. 

Sem betur fer urðu ekki slys á fólki en þeir sem voru um borð við sjósetninguna fundu fljótt að ekki var allt með feldu og reyndi með öllum ráðum að rétta snekkjuna af. 

Orsök óhappsins er rakin til þess að nokkur göt hafi komið á botn skipsins þegar því var rennt niður rennu í skipasmíðastöðinni. 

Myndband af óhappinu má sjá HÉR