sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Snorri Sturluson VE veiddi fyrir 5 milljarða á sex árum

14. maí 2008 kl. 12:56

Snorri Sturluson VE kom úr sinni síðustu veiðiferð á vegum Ísfélags Vestmannaeyja hf í morgun.

Aflaverðmæti veiðiferðarinnar var 110 milljónir. Skipið kom inn í rekstur Ísfélags Vestmannaeyja í byrjun árs 2002 og hefur reynst afar farsælt þann tíma sem það hefur verið gert út hjá félaginu.

Heildaraflaverðmæti á þessu sex ára tímabili er tæpir fimm milljarðar, afli alls 40.137 tonn. Skipið hefur verið selt til rússneskra aðila og fer skipið í slipp í Reykjavík áður en það verður afhent nýjum eigendum.

Frá þessu er skýrt á heimasíðu Ísfélagsins.