föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sögulegt jafnvægi endurheimt

9. október 2013 kl. 12:31

Ansjósa

Ansjósukvóti Perúmanna aukinn umtalsvert

Ansjósuveiðar Perúmanna eru að ná sér á strik eftir mikinn samdrátt. Kvótinn á norðursvæði fyrir tímabilið nóvember 2013 til janúar 2014 verður 2,3 milljónir tonna, að því er fram kemur á vef SeafoodSource.

Hér er um að ræða 12% hærri kvóta en var á fyrri veiðitímabili 2013 og 180% hærri kvóta en var fyrir sama tímabil í fyrra en kvótinn var þá 810 þúsund tonn. Perúmenn hafa nú endurheimt sögulegt jafnvægi í ansjósuveiðum.

Þá hefur verið gefið til kynna að ansjósukvóti á suðursvæðinu við Perú verði 430 þúsund tonn en hann var 400 þúsund tonn á fyrra tímabili 2013. Heildarkvótinn á suðursvæðinu hefur verið 700 til 850 þúsund tonn á ári í nokkur ár.