sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölubann á lax veiddan á stöng og línu

29. maí 2013 kl. 14:14

Veiði

Norður-Írland fylgir fordæmi Bretlands og Írlands.

Frá og með 1. júní næstkomandi verður bannað á Norður-Írlandi að selja lax sem veiddur er á stöng og línu.  Áður hafði slíkt bann verið innleitt annars staðar í breska konungdæminu og á Írlandi. 

Banninu er ætlað að stuðla að verndun laxastofnanna og draga úr veiðiþjófnaði. Jafnframt er því ætlað að verða mönnum hvatning til þess að sleppa þeim laxi sem þeir veiða en slíkt verður gert að skyldu á árinu 2014. 

Fiskimálaráðherra Norður-Írlands kveðst einnig vera að undirbúa lagasetningu sem leggur bann við netaveiðum á laxi í atvinnuskyni. 

Frá þessu er skýrt á fréttavef BBC.