laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spá góðu fiskveiðiári í Danmörku

13. janúar 2016 kl. 12:58

Danskt skip.

Gert er ráð fyrir að aflaverðmæti aukist um 230 milljónir DKK á árinu 2016

Árið 2016 stefnir í að verða gott ár fyrir danskar fiskveiðar. Samkvæmt spám er talið að aflaverðmæti muni aukast um 230 milljónir danskra króna á árinu (4,4 milljarðar ISK), að því er fram kemur í danska vefmiðlinum Finans.

 

Dönsk stjórnvöld hafa reiknað út á grundvelli ESB-kvóta og samninga við ESB að aflaverðmæti danskra skipa geti fræðilega aukist um 480 milljónir milli ára. Í þeim útreikningum er þá gert ráð fyrir að verð á hvítfiski haldi áfram að hækka og að allir kvótar verði fullnýttir. Það gerist þó sjaldan. Stjórnvöld hafa því sent frá sér varfærnari spá þar sem gert er ráð fyrir að aukning verði í raun um 230 milljónir og er þá miðað við óbreytt fiskverð frá árinu 2015.