mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spánn: Of mörg fisksölufyrirtæki

17. febrúar 2010 kl. 15:04

Fisksölufyrirtæki á Spáni eru einfaldlega of mörg fyrir markaðinn að því er forsvarsmenn greinarinnar halda fram.

Spánn hefur orðið illa fyrir barðinu á efnahagskreppunni. Tvær megin atvinnugreinar, ferðamannaiðnaðurinn og byggingarstarfsemi, hafa dregist hratt saman. Atvinnuleysi er nú að nálgast 20%. Þó Spánn sé einn af stærstu mörkuðum fyrir sjávarafurðir á sá markaður einnig undir högg að sækja.

,,Afleiðingin er sú að fyrirtækin þurfa að vinna meira saman en áður. Meðalstór fyrirtæki þurfa að sameinast og verða stærri og öflugri,“ er haft eftir forstjóra ANMAPE, samtaka fiskseljenda á Spáni. Hann bætir því við að þetta geti verið erfiðleikum háð vegna þess hve mörg fjölskyldufyrirtæki starfi í greininni.

Um 400 fisksölufyrirtæki á Spáni eru innan raða ANMAPE. Stærst þeirra er Mercamadrid í höfuðborginni Madrid.

Heimild: IntraFish