fimmtudagur, 27. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi verkefni tengd sjávarútvegi

12. júní 2019 kl. 13:30

Rannís

Úthlutun Rannís á vormisseri.

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 44 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 550 milljónir króna. Sjóðurinn bauð upp á fimm styrktarflokka á misserinu og alls bárust sjóðnum 382 umsóknir í alla styrktarflokka sem er aukning frá sama tíma og í fyrra.

Nokkur athyglisverð verkefni er tengjast sjávarútvegi er á meðal þeirra verkefna sem koma til greina til styrkveitingar, sem er háð niðurstöðu samningafunda með viðkomandi nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla.

Markaðsstyrk hlaut Polar toghlerar sem hannað hefur svokallaðan Poseidon toghlera. Sprotaverkefni þar sem Holly Tasha Petty er verkefnisstjóri hlaut styrk en það fjallar um næstu kynslóð sjávarnasls, eins og segir í tilkynningu Rannís.

Önnur verkefni eru þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi, og Kristinn Hafliðason stýrir. Þróun á klumbuskurðarvél Curio ehf., sem Fiskifréttir sögðu grá nýlega er einnig að finna á meðal verkefna sem koma til greina. Eins verkefni Kerecis hf., er varðar notkun þorksroðs við munnholsaðgerðir.

Eins kemur Háskóli Íslands til greina sem styrkþegi með verkefni sem lítur að vöruþróun úr flexvinnslu uppsjávarfisks og Matís með verkefnið: CarboZymes umbreyta þörungum í verðmæt efni. Þar er Sigurlaug Skírnisdóttir verkefnisstjóri.