föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sprenging í umsóknum um veiðar á makríl á handfæri

2. maí 2013 kl. 10:03

Makrílveiðar á handfæri á Sigga Bessa SF.

220 sækja um handfæraleyfi

 

Umsóknir um makrílveiðileyfi eru komnar vel yfir 300 og þar af eru um 220 umsóknir um leyfi til að veiða úr potti fyrir handfæri og línu, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Fiskistofu.

Handfærapotturinn í ár er 3 þúsund tonn. Á síðasta ári veiddu 17 bátar makríl á handfæri, samtals um 1.100 tonn. Fleiri bátar sóttu um leyfi en fóru aldrei á veiðar.  

Óvíst er hve margir handfærabátar ætli sér raunverlega að veiða makríl. Í hópi umsækjenda eru fjölmargir bátar sem hafa einnig sótt um leyfi til strandveiða í maí til ágúst. Þeir mega ekki stunda makrílveiðar á sama tíma en geta skipt yfir á makríl í byrjun september þegar nýtt fiskveiðiár hefst.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.