þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sprengja skip veiðiþjófa í loft upp

24. febrúar 2016 kl. 14:44

Bátar veiðiþjófa eyðilagðir við Indónesíu.

Indónesísk stjórnvöld halda áfram herferð sinni gegn ólöglegum veiðum.

Fyrr í þessari viku voru 30 erlend skip, sem tengst hafa brotum á fiskveiðilögum Indónesíu, sprengd í loft upp. Þar með halda indónesísk stjórnvöld áfram að refsa veiðiþjófum með þessum hætti öðrum til viðvörunar en herferðin hefur staðið yfir í alllangan tíma. 

Að þessu sinni var um að ræða báta frá Filippseyjum, Víetnam, Malasíu og Míanmar. Þá var fjórum indónesískum bátum einnig sökkt eftir að hafa verið að veiðum í lögsögu Indónesíu án tilskilinna leyfa. Stjórnvöld segja nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða gegn veiðiþjófnaði sem valdi þjóðinni stórkostlegum fjárhagslegum skaða. Herferðin hefur valdið titringi meðal nágrannaþjóðanna, ekki síst eftir að kínverskt fiskiskip var tekið og því eytt á síðasta ári.