þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Staða steinbítsstofnsins slæm

6. mars 2012 kl. 08:56

Steinbítur er ofveiddur að mati fiskifræðinga. (Mynd: Einar Ásgeirsson).

Veitt hefur verið 30% umfram veiðiráðgjöf síðustu sex fiskveiðiár

Staða steinbítsstofnsins er slæm. Ýmsar orsakir eru taldar fyrir því svo sem ofveiði, veiðar á hrygningarsvæðum á klaktíma, loðnuleysi á Vestfjarðamiðum og breytt umhverfisskilyrði undanfarinna ára. Steinbítur við Ingólfshöfða er horfinn vegna ofveiði.

Þetta kom m.a. fram á öðrum fundi fundur samráðshóps sjómanna, útvegsmanna og sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar um steinbítsrannsóknir sem var haldinn þann 22. febrúar sl. Tilgangur hópsins er að leiða saman sjómenn, útvegsmenn og fiskifræðinga til að skiptast á upplýsingum og ræða ástand steinbítsstofnsins og rannsóknir á honum. Á fundinn mættu fimm fulltrúar sjómanna og útvegsmanna, auk fjögurra fiskifræðinga.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunarinnar.