laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta laxaverksmiðja heims

16. september 2011 kl. 13:52

Lax

Heildarfjárfestingin samsvarar 5,9 milljörðum ISK

Stærsta laxaverksmiðja heims var formlega tekin í notkun í Noregi á dögunum, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren Hér er um að ræða verksmiðju Marine Harvest í Eggesbønes í Herøy.

Verksmiðjan hefur verið starfrækt í nokkur ár en með 136 milljóna NOK (2,9 milljarðar ISK) í fjórum nýjum framleiðslulínu fyrir laxaflök varð verksmiðjan sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Frá árinu 2007 hefur Marine Harvest fjárfest alls fyrir um 275 milljónir NOK (um 5,9 milljarða ISK) í verksmiðjunni.

Unnt er að vinna 900 laxa á dag í verksmiðjunni og miðað við 4,5 kílóa meðalvigt og að sé unnið á tveim vöktum má taka 405 tonn af eldislaxi til vinnslu á sólarhring. Í verksmiðjunni vinna 172 menn frá 17 þjóðlöndum.