mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsti hrygningarstofn þorsks síðan 1964

14. júní 2012 kl. 09:00

Þorskstofninn hefur braggast mikið á undanförnum árum.

Veiðistofninn tvöfalt stærri en fyrir tuttugu árum.

,, Bæði viðmiðunarstofn og hrygningarstofn þorsks hafa vaxið hratt á undanförnu árum. Hrygningarstofninn nú meira en tvöfalt stærri en hann var lengst af síðustu áratugina og hefur ekki verið stærri síðan á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar [árið 1964],“ segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Veiðistofninn er nú tvöfalt stærri en fyrir tuttugu árum og hefur ekki verið svona stór síðan árið 1981. 

Samkvæmt núgildandi aflareglu verður kvótinn á næsta ári 196 þúsund tonn, eins og fram hefur komið. Jóhann leggur áherslu á að ekki verði vikið frá núverandi nýtingarstefnu og segir að þá megi ætla að óhætt verði að leyfa veiðar á 250 þúsund tonnum eftir þrjú til fjögur ár. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.