laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærstir í framleiðslu skötusels á Íslandi

19. maí 2016 kl. 08:00

Skötuselur

Í nánu samstarfi við skoska fyrirtækið Whitelink Seafoods

Stærsti framleiðandi skötusels hér á landi er Seacrest í Sandgerði. Fyrirtækið er í nánu samstarfi við skoska fyrirtækið Whitelink Seafoods og hefur reist 1.700 fermetra vinnslusal og skrifstofuhúsnæði við Strandgötu 16 í Sandgerði.

Hjá Seacrest starfa 23 manns við vinnslu á skötusel og ýmsum öðrum tegundum bolfisks og flatfisks. Steinbítur er þó fyrirferðarmestur í vinnslunni. Á síðasta ári voru unnin rúm 2.000 tonn af unnum fiski hjá Seacrest. Skötuselurinn er unninn í hala og roðlaus flök. 80% af skötuselnum hefur farið fersk út en undanfarið hefur orðið aukning í frystingunni.

Frystikerfið í húsinu er það fyrsta sinnar gerðar á landinu,svokallað kolsýrukerfi. Kerfið er umhverfisvænt og raforkunotkunin er 30% minni en með hefðbundnum frystikerfum. Fiskurinn er handflakaður en verið er að undirbúa uppsetningu á flökunarvél í húsinu fyrir steinbít og annan bolfisk. Það stefnir engu að síður í fjölgun í fyrirtækinu og útlit er fyrir að 30 manns verði þar starfandi í haust.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.