sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnir í 47% samdrátt á grásleppuvertíðinni

2. maí 2013 kl. 11:00

Grásleppuveiðar. (Mynd: Þorgeir Baldursson.

Verðlækkun á hrognum milli ára er 39%

 

Líklegt er talið að grásleppuvertíðin skili 6.500 tunnum sem væri 47% samdráttur miðað við vertíðina í fyrra. Færri bátar, fækkun veiðidaga og færri net í sjó skýra þennan samdrátt,að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.  

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir að grásleppuveiðin það sem af er jafngilti um 5.200 tunnum af hrognum. Á sama tíma í fyrra hefði framleiðslan numið um 8.600 tunnum en vertíðin í heild skilaði 12.200 tunnum. „Ég gæti trúað því að rúmar þúsund tunnur af hrognum eigi eftir að bætast við. Vertíðin í ár gæti því skilað um 6.500 tunnum. Ef það gengur eftir verður þetta í hópi lélegustu vertíða á Íslandi,“ sagði Örn.  

Fram kom hjá Erni að markaðsverð á blautum hrognum væri tæpar 600 krónur á kíló en var 973 krónur á sama tíma í fyrra. Verðlækkunin er því 39% milli ára.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.