mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnir í 65-70 þúsund tonna framleiðslu á frystri loðnu

28. febrúar 2013 kl. 12:00

Loðnuflokkun hjá Skinney-Þinganesi

Nú þegar búið að frysta meira en framleitt var á vertíðinni í fyrra

 

Loðnufrysting hefur gengið vel á vertíðinni og markaðir fyrir frysta loðnu eru góðir, bæði í Austur-Evrópu og í Japan.

Eftir því sem næst verður komist er búið að frysta rúm 35 þúsund tonn af loðnu í landi og rúm 20 þúsund tonn úti á sjó. Heildarfrystingin gæti því numið um 55 til 60 þúsund tonnum, bæði fyrir Japansmarkað og markaðinni í Austur-Evrópu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Þegar upp er staðið er líklegt að fryst verði um 65 til 70 þúsund tonn á vertíðinni.

Á allri vertíðinni í fyrra voru fryst um 53 þúsund tonn þannig að frystingin það sem af er vertíðinni er meiri en það sem framleitt var í fyrra.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.