föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnir í meiri veiði en æskilegt þykir

24. maí 2013 kl. 14:00

Þegar búið að veiða í tæpar 7.000 hrognatunnur.

,,Miðað við markaðsstöðuna í upphafi vertíðar var það mat manna að veiðin mætti ekki fara yfir 7.000 hrognatunnur svo von væri til þess að verðið lyftist eitthvað og tryggt væri að unnt yrði að selja hrognin. Því miður sýnist mér að veiðin verði meiri,“ sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við Fiskifréttir. 

,,Aflinn er nú þegar komin í 6.800 tunnur og það eru 88 bátar enn á veiðum. Að vísu er veiðum að ljúka á flestum svæðum nema í innan verðum Breiðafirði. Þar hófust veiðar 20. maí og standa fram undir 20. júní. Alls 25 bátar eru komnir með veiðileyfi þar,“ sagði Örn. 

Sjá nánar í Fiskifréttum.