fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnt að því að halda fiskifagkeppni í fyrsta sinn á Íslandi

4. júlí 2011 kl. 11:00

Vinningshafi gæti verið á leið á Norðurlandamót þar sem heildarverðmæti vinninga er hartnær 400 þúsund ISK

Stefnt er að því að halda í fyrsta skipti á Íslandi fagkeppni í vinnslu og framsetningu á fiskafurðum í söluborðum fisbúða og stórverslana. Matís mun halda utan um keppnina sem er einstaklingskeppni. Ef næg þátttaka fæst,verður haldin forkeppni í lok ágúst í höfuðstöðvum Matís, Vínlandsleið 12 Reykjavík og úrslitakeppni um miðjan september.

Stefnt er að því að vinningshafinn ásamt þeim sem lendir í öðru sæti munu svo halda áfram og keppa fyrir Íslands hönd í norrænni fagkeppni sem heitir „Nordisk Mesterskap í Sjömat“. Vinningshafi í þeirri keppni mun fá titilinn Norðurlandameistari og fá farandbikar sem hann skilar að ári liðnu. Þrír efstu verðlaunahafarnir fá peningaverðlaun upp á 10.000 NOK, 5.000 NOK og 3.000 NOK ásamt viðurkenningarskírteinum.

Matís hefur sent fiskbúðum kynningu á keppninni og auglýsir nú eftir þátttakendum. Öllum þeim sem telja sig búa yfir nægjanlegri færni og þekkingu á viðfangsefninu er heimil þátttaka. Áhugasamir geta sett sig í samband við Gunnþórunni Einarsdóttur, gunnthorunn.einarsdottir(at)matis.is eða Óla Þór Hilmarsson, oli.th.hilmarsson(at)matis.is.