fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnt á framkvæmdir í Grindavíkurhöfn fyrir milljarð

4. september 2015 kl. 13:00

Grindavík

Höfnin í fjórða sæti yfir mestu aflaverðmæti í landinu

Stefnt er að því að hefja hafnarframkvæmdir í Grindavík fyrir einn milljarð króna á næsta ári. Þar er ráðgert að reisa nýjan Miðgarð.

Grindavíkurhöfn er í fjórða sæti yfir mestu aflaverðmæti sem fara í gegnum hafnir. Áætlað er að aflaverðmætin velti á um tólf milljörðum króna á ári sem er um 10% af heildaraflaverðmætum landsins.

Framkvæmdin gengur út á það að rekið verður niður nýtt stálþil fyrir framan það eldra og höfnin dýpkuð þannig að kanturinn henti þeim flota sem höfnin þjónustar í dag.

 

Sjá nánar í Fiskifréttum.