föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Steiktur fiskur og franskar: 150 ára afmæli fagnað

9. september 2009 kl. 15:00

Samtök söluaðila á steiktum fiski og frönskum, fish&chips, í Bretlandi undirbúa nú mikla kynningarherferð á næsta ári til að fagna því að þessi víðfrægi þjóðarréttur Breta á þá 150 ára afmæli.

Fyrstu staðirnir sem seldu steiktan fisk og franskar voru opnaðir árið 1860, einn í London og annar í Lancashire.

Á þessum merku tímamótum ætla samtök sölustaða ásamt tengdum aðilum í greininni að skipuleggja nokkra viðburði til að vekja athygli á þessum ljúffenga rétti. Sérstakt vörumerki hefur einnig verið hannað í tilefni merkisafmælisins sem verður meðal annars notað á umbúðir og sölugögn.

Viðburðirnir eiga að miða að því að bæta orðspor fisks og franskra, bæði á landinu í heild og á einstökum svæðum. Ráðgert er að kynningarherferðin hefjist strax í janúar 2010 á þeim stað sem útnefndur hefur verið fish&chips-staður ársins í Bretlandi.

Heimild: IntraFish