fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Steinbítsvertíð með óvenjulegu sniði

7. maí 2010 kl. 15:00

Ekki er eins mikill kraftur í steinbítsvertíðinni eins og svo oft áður. Minna veiðist á hefðbundnum slóðum og þar fæst steinbíturinn helst mjög nálægt landi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

,,Steinbíturinn er seinna á ferðinni og veiðin er dræmari,“ segir Sverrir Haraldsson, útgerðarstjóri hjá Odda hf. á Patreksfirði, í samtali við Fiskifréttir.

Sverrir segir það vera sambland veðurfars og ætis í sjónum sem ráði því að minna hafði veiðst á hefðbundinni slóð en áður. ,,Það er minni kraftur í veiðunum en mörg undanfarin ár sem skýrist meðal annars af því að hann hefur legið í þrálátum sunnan- og suðvestanáttum. Þessar áttir þykja ekki fiskilegar varðandi steinbít. Reyndar veiddist óvenjumikið af steinbít á línu sem meðafli við þorskveiðar í kantinum alls staðar úti af Vestfjörðum um tíma. Fyrir 3-4 vikum síðan kom gusa af loðnu vestan frá og þá datt fiskiríið niður.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.