laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Steingrímur J.: Ekkert gert án samráðs við útvegsmenn og sjómenn

15. apríl 2009 kl. 14:16

varðandi endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar

,,Það stendur ekki til að gera neitt í þessum efnum af okkar hálfu án þess að hafa þar útvegsmenn og sjómenn við borðið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra. Hann segir að segir að breytingar á fiskveiðistjórnun verði ekki gerðar án þess að hlusta á sjónarmið þessara aðila „og taka eftir atvikum tillit til þeirra.“

Þetta kom fram í viðtali við Steingrím í atvinnulífsþættinum Auðlindin á ríkisútvarpinu í morgun.

Þar lýsti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, áhyggjum sínum yfir afleiðingum hugmynda um 5% árlega fyrningu aflaheimilda.

Orðrétt sagði sjávarútvegsráðherra í þættinum: „Í mínum huga væri þá er æskilegt að hefjast handa um heildarendurskoðun sjávarútvegsstefnunnar en að gera það með yfirveguðum og ábyrgum hætti, kalla þar alla aðila að borðinu. Það stendur ekki til að gera neitt í þessum efnum af okkar hálfu án þess að hafa þar útvegsmenn og sjómenn við borðið og hlusta á þeirra sjónarmið og taka eftir atvikum tillit til þeirra en það þýðir ekki að þeir einir eigi að ráða þessu.“

Frá þessu er skýrt á vef LÍÚ