miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Steinunn SF setti aflamet

7. apríl 2011 kl. 13:23

Steinunn SF er í eigu Skinneyjar-Þinganess (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson).

Veiddi 683 tonn í tíu sjóferðum, - mest 84,2 tonn í róðri.

Togbáturinn Steinunn SF, sem Skinney-Þinganes á Hornafirði gerir úr, setti met í marsmánuði en bátar í þessum flokki hafa ekki áður verið með jafnmikinn afla á einum mánuði, að því er fram kemur í Fiskifréttum.  

Afli Steinunnar SF nam rúmlega 683 tonnum í tíu sjóferðum, mest 84,2 tonnum í einum róðri. Þess má geta til samanburðar að aflahæsti ísfisktogarinn var með 554 tonn í mars.

Sífelldar brælur einkenndu sjósókn í marsmánuði og þess voru dæmi að smábátar væru bundnir við bryggju í hátt í þrjár vikur.

Sjá nánar umfjöllun um aflahæstu skip og báta marsmánaðar í Fiskifréttum.