laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stöðugt verð á leigukvóta

25. apríl 2014 kl. 12:34

Netaveiðar (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Verðfallið haustið 2012 hefur ekki gengið til baka.

Undanfarna 12 mánuði hefur verið nokkuð stöðugt verð á aflaheimildum. Verðið á aflamarki í þorski hefur verið í kringum 200 kr/kg en litlu lægra í krókaaflamarki. Í nóvember tók verð að hækka lítillega og er í dag 225 kr en hefur verið stöðugt um 170 - 180 kr  í krókaflamarkskerfinu frá miðju síðasta ári.

Af verðþróuninni að dæma má ljóst vera að verðfallið sem varð á haustmánuðunum 2012, sem  má rekja til aukins framboðs á þorski á erlendum mörkuðum, hefur ekki gengið til baka nema að litlu leyti en verðið í aflamarkskerfinu fór hæst í upphafi árs 2012 upp í 330 kr.

Sjá nánar frétt á vef Fiskistofu.