þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stofninn minnkar og aukin óvissa

18. febrúar 2016 kl. 10:30

Norsk-íslensk síld. Mynd Þorgeir Baldursson

Norsk-íslenski síldarstofninn hefur minnkað um 30%

Stofn norsk-íslensku síldarinnar hefur minnkað úr 6,2 milljónum tonna niður í 4,3 milljónir. Þetta er um 30% samdráttur frá því í fyrra, segir á vef norska síldarsamlagsins.

Norskir fiskifræðingar fóru í síldarleiðangur í febrúar til að mæla hrygningarstofn norsk-íslensku síldarinnar. Að sögn leiðangursstjórans fannst mikið af eldri síld en lítið af yngri árgöngum. Stofninn hafi minnkað og óvissa hafi aukist. Vandinn sé meðal annars sá að nýliðun sé slök og stærstur hluti síldarinnar sé úr 2004 árganginum.