laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóraukin sókn í grásleppuveiðar

3. apríl 2009 kl. 09:56

Fjöldi útgefinna grásleppuveiðileyfa hefur stóraukist frá síðasta ári. Alls hafa verið gefin út 119 leyfi með byrjunardag á bilinu frá 10. mars til og með 30. mars, en þau voru 76 á sama tíma í fyrra.

Mest er aukningin hlutfallslega á svæði F (Austfirðir) rúmlega 100% en einnig er mikil aukning á svæði E (Norðurland).

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.