föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóraukinn útflutningur á skoskum laxi til Kína

13. desember 2011 kl. 10:11

Lax

Á fyrstu níu mánuðum ársins var seldur lax til Kína að jafnvirði 3,7 milljarðar ISK

Útflutningur á skoskum laxi til Kína nam um 20 milljónum punda (3,7 milljörðum ISK) á fyrstu níu mánuðum ársins eftir að samningar náðust milli skoskra og kínverskra yfirvalda um beinan útflutning til Kína, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Skotar eru með sérstakt átak í gangi um að auka útflutning á matvælum og drykkjarvörum til Asíulanda og hefur árangur í útflutningi á eldislaxi verið sérstaklega góður. Átakinu er aðallega beint að hverskonar sjávarafurðum og þeim drykk sem Skotar eru hvað þekktastir fyrir, þ.e.a.s. whisky.Verðmæti beins útflutnings á ferskum laxi til Kína og fleiri Asíulanda jókst úr rétt rúmum 3 milljón punda fyrstu níu mánuði ársins 2010 í rúmlega 20 milljónir punda fyrir sama tímabil í ár. Aukningin er því margföld.