mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stöðvun veiða á gulllaxi

27. maí 2010 kl. 17:12

Sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi öll leyfi til gulllaxveiða frá og með 7. júní næstkomandi. Ástæðan er sú að aflinn á fiskveiðiárinu er orðinn meiri en Hafrannsóknastofnun telur ráðlegt að veiða.

Gulllax er utan kvóta en aflinn það sem af er fiskveiðiárinu er orðinn tæplega 15.400 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu miðað við daginn í dag og hefur aldrei orðið meiri á einu ári.

Sjávarútvegsráðuneytið vísar í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um afla fiskveiðiárið 2009/2010. Vísitölur úr stofnmælingum botnfiska í mars og október, afli á sóknareiningu veiðiskipa ásamt aldurs- og lengdardreifingum úr afla bendi til að afli sé umfram árlega afrakstursgetu stofnsins.