miðvikudagur, 23. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðar stöðvaðar í dag

19. ágúst 2020 kl. 09:27

Á strandveiðum. Mynd/Óðinn Magnason

Gríðarleg vonbrigði, segir á vef Landssambands smábátaeigenda

Í dag er síðasti dagur strandveiða sumarsins. Tilkynnt var um þetta á vef Stjórnartíðinda í gær. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfesti það í fréttum RUV í gærkvöld að ekki verði bætt við veiðiheimildum. Hendur hans séu bundnar við 5,3% pottinn.

„Ákvörðun ráðherra veldur gríðarlegum vonbrigðum,“ segir á vef Landssambands smábátaeigenda. „Á sjöttahundrað útgerða verða að hætta veiðum þegar þriðjungur er eftir af veðidögum í ágúst.“