mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðar til skoðunar

20. apríl 2020 kl. 11:35

Í frétt á vef LS segir að í viðræðum sem sambandið hefur átt vegna erindisins sé ljóst að „málefnið nýtur skilnings hjá ráðherra. Líklegt er því að á næstu dögum verði hægt að kynna tillögur að breytingum.“

Landssamband smábátaeigenda óskaði eftir því við sjávarútvegsráðherra í mars að hann beitti sér fyrir breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem liti að ákvæði um strandveiðar. Beiðnin er tilkomin vegna áhrifa af COVID-19.

Í frétt á vef LS segir að í viðræðum sem sambandið hefur átt vegna erindisins sé ljóst að „málefnið nýtur skilnings hjá ráðherra.  Líklegt er því að á næstu dögum verði hægt að kynna tillögur að breytingum.“

Umræddar breytingar sem í erindi LS fólust er að í stað þess að strandveiðar standi yfir í fjóra mánuði frá maí til og með ágúst og 48 veiðidaga, og skiptist jafnt á mánuðina, verði dagarnir gefnir út til 12 mánaða.  Jafnframt að engar hömlur verði á því hvenær dagarnir verði nýttir en nú er einungis er hægt að nýta þá 4 daga í viku, mánudaga til fimmtudaga.

Í erindi LS er ennfremur lagt til að ráðherra felli úr gildi reglugerð um hrygningarstopp, veiðiskylda verði afnumin, takmarkanir á flutningi ónýttra aflaheimilda milli ár verði felld úr gildi og heimilt verði að fresta greiðslu veiðigjalds sem verður á eindaga 15. maí nk.

Í niðurlagi bréfsins segir:

„Lögð er áhersla á að þær breytingar sem hér eru lagðar til á ákvæðum laga og reglugerða muni hafa það að markmiði að auka sveigjanleika við nýtingu auðlindarinnar í því skyni að sem mest verðmæti fáist. LS telur að hinar óþekktu og gríðarlega krefjandi aðstæður sem nú ríkja krefjist þess að leitað verði allra leiða til að hámarka heildarhag landsmanna og eru þessar tillögur liður í því.“