föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðiheimildir auknar um 2.500 tonn

24. júní 2011 kl. 16:38

Smábátar

Bætt við 1.900 tonnum af þorski og 600 tonnum af ufsa.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um aukningu aflaheimilda til strandveiða. Samkvæmt nýsamþykktum lögum nemur aukningin allt að 1900 tonnum af óslægðum þorski og 600 af óslægðum ufsa. Aukningin skiptist þannig að 33,3% koma til aukningar á svæði A, 23,7% á svæði B, 25,5% á svæði C og 17,5% á svæði D.

 Nú í júnímánuði aukast strandveiðiheimildir um 633 tonn af óslægðum þorski og 200 tonn af óslægðum ufsa.

 Samkvæmt auglýsingu ráðuneytisins, sem tekur gildi 28. júní, fellur úr gildi fyrri auglýsing um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps.

 Sjá nánar á vef sjávarútvegsráðuneytisins.