föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðum lokið ? Sædís ÞH aflahæst

7. september 2009 kl. 17:47

Alls 554 bátar tóku þátt í strandveiðunum svokölluðu í sumar en þeim lauk um síðustu mánaðamót. Alls voru gefin út 595 leyfi til strandveiða. Sædís ÞH varð aflahæst með 28 tonn, þar af 26,7 tonn af þorski.

Strandveiðikerfið tók gildi seint í júní og voru 3.955 tonn af þorski ætluð til veiðanna. Alls veiddust 87% af því eða 3.450 tonn.  Heildarafli strandveiðibáta varð 4.104 tonn.   Að meðaltali veiddi hver strandveiðibátur 6,23 tonn af þorski.

Flestir voru bátarnir á svæði A (Arnarstapi - Skagabyggð) eða 191.  Það var eina svæðið þar sem aflaheimildir voru uppurnar áður en tímabilinu lauk og voru veiðarnar stöðvaðar 12. ágúst. 

Á svæði C (Þingeyjarsveit - Djúpivogshreppur) átti aðeins eftir að veiða 59 tonn eða 6% heimildanna þegar upp var staðið. Þar var þorskafli mestur á hvern bát að meðaltali eða 8,3 tonn.

Sjá nánar um strandveiðarnar á vef LS, HÉR