þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta síldin í Smugunni

18. október 2010 kl. 14:35

Stærsta síldin sem Norðmenn veiða fæst nú í Síldarsmugunni og er hún að meðaltali um 350-375 grömm að þyngd. Hæsta verð sem greitt var í síðustu viku var 4,77 NOK á kílóið (91 ISK), að því er fram kemur á vef Norska síldarsölusamlagsins.

Um 31.400 tonnum af norsk-íslenskri síld var landað í Noregi í síðustu viku, þar af um 4.300 tonnum af erlendum skipum. Hluti af veiðum norsku síldarskipanna fór fram norðarlega í Síldarsmugunni enda var bestu síldina þar að fá. Meðalverð á síld í síðustu viku var 4,18 NOK á kílóið, eða tæpar 80 ISK.