sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsti línubátur í heimi

18. ágúst 2010 kl. 12:22

Norska útgerðarfélagið Ervik Havfiske hefur skrifað undir samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Tersan um smíði á stærsta línubáti í heimi, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Báturinn sem fær nafnið Frøyanes verður búinn fullkomnustu tækjum. Lögð verður áhersla á fullvinnslu aflans um borð, fullnýtingu hráefnis, umhverfisvæna hönnun og góðan aðbúnað fyrir áhöfnina.

Báturinn verður 60 metra langur og 14 metra breiður. Hann ber 600 tonn af afurðum og mun kosta 175 NOK, eða 3,5 milljarða ISK.