sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsti túnfiskur í aldarfjórðung

21. ágúst 2010 kl. 14:33

Nýlega var risastór túnfiskur boðinn til sölu á Tsukiji fiskmarkaðinum í Tókío í Japan. Hann vó 445 kíló óslægður og reyndist vera þyngsti túnfiskurinn sem þar hefur verið seldur síðustu 25 árin.

Fiskurinn var sleginn á jafnvirði 4,4 milljóna íslenskra króna. Um var að ræða bláuggatúnfisk sem veiddur var utan við borgina Nagasaki í Japan. Mjög óvenjulegt er að þyngri túnfiskar en 400 kílóa fáist, en árið 1986 var 497 kílóa túnfiskur seldur á japanska fiskmarkaðinum.

Japanir borða þriðjunginn af öllum bláuggatúnfiski sem veiðist í heiminum.