mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sumarloðnuveiðar gætu farið í 100 þúsund tonn

29. júlí 2011 kl. 10:37

Loðna

Norðmenn höfðu tilkynnt um 55 þúsund tonna afla um miðja vikuna

Allt stefnir í það að veiðar erlendra skipa úr íslenska loðnustofnunum geti farið hátt í 100 þúsund tonn. Hér er aðallega um norsk skip að ræða sem veiða í grænlensku lögsögunni og við Jan Maeyn. Á meðan eru sumarloðnuveiðar íslenskra skipa bannaðar.

Þessar upplýsingar koma fram í nýjustu Fiskifréttum. Um miðja vikuna höfðu um 35 norsk skip tilkynnt um 55 þúsund tonna loðnuafla í sumar. Þá voru um 12.300 tonn eftir af um 66.525 tonna kvóta sem Norðmenn höfðu tekið frá fyrir sumarveiðarnar. Auk þess hafa dönsk skip leyfi til að veiða 25 þúsund tonn af loðn í grænlensku lögsögunni. Grænlenskt skip er einnig að veiðum og hugsanlega einhver fleiri.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.