föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sumarloðnuveiðar á hefjast

30. júní 2015 kl. 11:47

Loðna

Danskt skip komið í grænlenska lögsögu og norskt skip hefur tilkynnt brottför til veiða.

Norska fiskistofan hefur tilkynnt að nú sé allt klárt til loðnuveiða í lögsögu Grænlands og lögsögu Jan Mayen og allir pappírar liggi fyrir. 

Á vef norska síldarsölusamlagsins segir að eitt norskt skip, Åkeröy II, hafi tilkynnt sig til brottfarar frá Noregi. Þá hafi þær fréttir borist frá dönsku skipi sem sé „á svæðinu“ að þar sé mikill ís og ekkert hafi mælst af loðnu enn sem komið er. 

Norski loðnukvótinn á veiðitímabilinu 2015-2016 er rúmlega 75 þúsund tonn í heild, þar af má veiða 44.000 tonn í grænlenskri lögsögu.