mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sumarveiðar á Alaskalaxi að hefjast

14. maí 2014 kl. 18:35

Laxveiðar við Alaska.

Laxinn er Alaskabúum það sem þorskurinn er Íslendingum.

Sumarvertíðin á villtum laxi í Alaska hefst formlega á morgun, 15. maí. Yfirvöld áætla að veiddir verði 133 milljón fiskar á vertíðinni, þar af rúmur helmingur af tegundinni bleiklax (pink salmon). Þótt mestur afli komi inn á sumrin eru veiðar á kóngalaxi (king salmon) stundaðar allt árið í troll. 

Segja má að laxinn sé Alaskabúum það sem þorskurinn er Íslendingum. Laxinn er langverðmætasta fisktegundin. Síðasta ár voru öll met slegin í þessum veiðum en þá veiddust 292 milljónir fiska eða sem svarar 476.000 tonnum. Heildaraflaverðmætið var um 78 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að aflaverðmæti þorsks á Íslandi í fyrra nam 47 milljörðum króna. 

Á vefnum fis.com kemur fram að sjávarútvegur skapi fleiri störf en nokkur annar atvinnurekstur í einkageiranum í Alaska og yfir helmingur þeirra tengist laxinum. Alls vinna 38.000 manns beint við laxveiðar og –vinnslu.