fimmtudagur, 2. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Synt með háhyrningum í Grundarfirði - MYNDBAND

18. desember 2013 kl. 12:56

Háhyrningar.

Í athugun að bjóða upp á ævintýraferðir í þeim dúr.

Bandaríski ljósmyndarinn Amos Nachoum er nú staddur við tökur í Grundarfirði. Hann er margverðlaunaður fyrir ljósmyndir sýnar af náttúru og dýralífi. Erindi Nachoum til Grundarfjarðar er meðal annars að mynda hárhyrninga í firðinum. Með Amos Nachoum í för er Patrick Dykstra sem sem rekur fyrirtækið Picture Adventure Expeditions, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. 

Þeir Nachoum og Dykstra eru einnig í Grundarfirði til að kanna aðstæður til köfunar með háhyrningum með það fyrir augum að bjóða upp á ferðir með ljósmyndara og ævintýraþyrsta ferðalanga til slíkrar iðju.

Háhyrningar, sem heita drápshvalir (killer whales) á ensku, eru grimma skepnur sem m.a. ráðast á önnur sjávarspendýr, en engin staðfest dæmi eru um að þeir hafi grandað eða étið menn úti í náttúrunni þótt þeir hafi orðið mönnum að bana í sædýrasöfnum. 

Á vef Skessuhorns má sjá myndband af því er Patrick Dykstra synti með háhyrningum í Grundarfirði í gær. Sjá frétt og myndband HÉR.