þriðjudagur, 18. maí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Synti 37 þúsund kílómetra

25. mars 2020 kl. 13:00

Risasæskjaldbaka sömu tegundar og Yoshi hin víðförula. MYND/EPA

Víðförul risaskjaldbaka komin til Ástralíu.

Risaskjaldbakan Yoshi lagði upp í langt ferðalag eftir að henni var sleppt úr sædýrasafni í Suður-Afríku í desember árið 2017. Eftir meira en tveggja ára flakk um heimshöfin er hún komin að norðvesturströnd Ástralíu þar sem hún virðist una sér vel.

Alls hefur hún synt 37 þúsund kílómetra á þessum 26 mánuðum, eða 48 kílómetra á dag að meðaltali. Fræðimenn velta því fyrir sér hvort hún sé nú komin á upphaflegar heimaslóðir sínar, en ekki er vitað hvort svo sé.

Hún hefur nokkrum sinnum farið upp að ströndum á ferðum sínum og þá væntanlega til að éta, en haldið af stað aftur stuttu síðar. Mögulega er hún að leita sér að maka og mætti jafnvel búast við að hún klekji ungum eftir eitt eða tvö ár, þegar hún er búin að ná fullri orku á ný eftir lýjandi langsundið.

Fylgst hefur verið grannt með ferðum hennar allt frá því starfsfólk sædýrasafnsins Two Oceans Aquarium í Höfðaborg sleppt hennri lausri. Hún hafði þá verið þar á safninu í tuttugu ár, kom þangað árið 1997 og var þá býsna smávaxin en var orðin 180 kíló þegar hún hélt lagðist í ferðalögin.

Yoshi er risasæskjaldbaka af tegund sem nefnist Loggerhead á ensku, en vísindaheitið er caretta caretta. Þær geta orðið allt að 400 kílóa þungar og hátt í sjötíu ára gamlar, en kynþroska ná þær um og eftir tvítugt.

Áður en Yoshi var sleppt lausri höfðu starfsmenn sædýrasafnsins búið hana undir ferðalög með því að fá hana til að synd 20 metra vegalengd daglega.