laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Synti 593 kílómetra

17. ágúst 2009 kl. 15:00

Lúða sem merkt var í færeyskri lögsögu veiddist úti fyrir vesturströnd Skotlands í sumar og hafði hún þá synt 593 kílómetra frá merkingarstaðnum.

Togarinn Northern Celt veiddi umrædda lúðu sem var merkt í september 2007. Þá mældist hún 42 sentímetrar á lengd en þegar hún veiddist hafði hún náð 74 sentímetrum og aukið þyngd sína margfalt. Ekkert annað merki úr þessum merkingum hefur verið endurheimt svo sunnarlega. Frá þessu er greint í Fiskeribladet/Fiskaren. Þar er haft eftir breskum sjómönnum að lúðan hrygni á 800-1.000 metra dýpi á Færeyjabanka. Lúður frá mismunandi svæðum safnist þar saman. Sumar þeirra fari á íslenskt hafsvæði og í Norðursjóinn.

Þess er svo getið í lokin að risavaxin stórlúða hafi borist á land í Hull í sumar og vó hún 203 kíló!