sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tæpir 5 þorskar rússneskir í skiptum fyrir einn íslenskan

15. maí 2013 kl. 12:58

Þorskur

Fiskistofa hefur tekið tilboðum sem bárust á skiptimarkaði í maí

 

Fiskistofa hefur tekið tilboðum sem bárust á skiptimarkaði í maí. Ufsi og þorskur í rússneskri lögsögu í Barentshafi gengu út í skiptum fyrir aflamark í þorski. Ekki bárust tilboð í 5,5 tonn af skrápflúru, 3 tonn af Flæmingjarækju og 193 kíló af rækju í Ísafjarðardjúpi.

 

Þura AK fékk um 4 tonn af ufsa í skiptum fyrir 1,5 tonn af þorski. Skiptihlutfallið er 0,32. Þess má geta að þorskígildisstuðull fyrir ufsa er 0,73.

 

Venus HF fékk um 91 tonn af þorski í rússnesku lögsögunni í skiptum fyrir 20 tonn af þorski á Íslandsmiðum. Skiptihlutfallið er 0,22. Verða þetta að teljast góð skipti því Venus fær tæplega 5 þorska rússneska í skiptum fyrir einn íslenskan.