mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tálknafjörður - Mekka fiskeldis á Íslandi?

7. mars 2012 kl. 13:34

Laxeldi í Tálknafirði

Sex fiskeldisstöðvar eru starfræktar á Tálknafirði.

Er Tálknafjörður Mekka fiskeldis á Íslandi? Þetta er fyrirsögn greinar í vefritinu Fiskeldisfréttum sem Valdimar Ingi Gunnarsson heldur úti. Þar er vakin athygli á því að á Tálknafirði séu sex starfandi fiskeldisstöðvar.

Um er að ræða
• Fjarðarlax með laxeldi í sjókvíum
• Tungusilungur, með bleikju– og
regnbogasilungseldi á þremur
starfsstöðvum á landi og er jafnframt
með fullvinnslu.
• Bæjarvík með landeldisstöð þar
sem stundað er matfiskeldi á
bleikju.
• Dýrfiskur með framleiðslu á regnbogasilungsseiðum.
• BA 337 með áframeldi á þorski í
sjókvíum.
• Nýskel með kræklingarækt.

Jafnframt er nefnd fiskeldisstöð á Sveinseyri sem hét áður Sveinseyrarlax. Sú stöð hefur ekki verið í notkun lengi en allnokkrir hafa áhuga að byrja þar með fiskeldi.

Sjá nánar vefritið Fiskeldisfréttir.