sunnudagur, 12. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tannfiskúthaldið gaf 860 milljónir

19. september 2011 kl. 15:23

Tannfiskur

Norska línuskipið Argos Föyanes gerði góðan túr við Suðurheimsskautið

Norska línuskipið Argos Föyanes, sem Ervik Havfiske gerir út, hefur veitt tannfisk fyrir um 40 milljónir NOK á síðustu fjórum mánuðum (860 milljónir ISK), að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.

Þetta er stærsti tannfisktúrinn til þessa að sögn útgerðarmanna skipsins. Veiðarnar fóru fram suður undir Suðurheimsskautið og byrjuði í maí. Góð aflabrögð samfara háu verði skýrir þetta mikla aflaverðmæti. Kílóverðið var um 130 NOK (2.780 ISK). Í heild veiddust rúmlega 300 tonn í túrnum sem gera 2,6 tonn á dag þannig að dagurinn skilaði 7,2 milljónum ISK.