mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tapa milljörðum á stjórn sandsílaveiða

15. september 2015 kl. 10:10

Sandsíli

Næg sandsíli í sjónum en skipting í veiðisvæði kemur í veg fyrir að kvótinn sé fullnýttur

Stjórnendur uppsjávarfyrirtækisins FF Skagen í Danmörk telja að svæðaskipting og stjórn veiða á sandsíli leiði til umtalsverðs tekjumissi fyrir fiskimenn, verksmiðjur og útflutningsgreinar. Þetta kemur fram á vefnum fiskerforum.dk.

Stjórnarformaður félagsins segir að árið 2015 verði enn eitt árið sem sandsílakvótinn sé ekki fullnýttur. Hann skellir skuldinni á vísindamenn sem ráði skiptingu veiðisvæða. „Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur ráðlagt um 330 þúsund tonna sandsílakvóta. Skipting kvótans í veiðisvæði gerir það hins vegar að verkum að aðeins hefur náðst að veiða 54% af kvótanum þrátt fyrir að nóg sé af sandsílum í sjónum,“ segir stjórnarformaðurinn.

Fram kemur í fréttinni að þau 160 þúsund tonn af kvótanum sem brenna inni gætu verið að aflaverðmæti um 230 milljónir danskra króna (um 4,5 milljarðar ISK) og útflutningsverðmæti gæti verið um 500 milljónir króna (um 9,7 milljarðar ISK).