þriðjudagur, 22. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tapaðar útflutningstekjur allt að 18 milljarðar

13. janúar 2016 kl. 08:51

Makrílvinnsla hjá HB Granda á Vopnafirði. (Mynd: HB Grandi)

Skýrslan um áhrif viðskiptabanns Rússa á íslenskan efnahag.

Tapaðar útflutningstekjur vegna lokunar Rússlandsmarkaðar geta verið á bilinu tveir til átján milljarðar króna, allt eftir lengd bannsins og og hversu þungt Rússlandsmarkaður vegur. Þetta kemur fram í skýrslu sem stjórnvöld hafa látið gera. 

Þessu til viðbótar tapast mikil verðmæti vegna þess að stærri hluti uppsjávarfisks fer í bræðslu í stað manneldisvinnslu. Í skýrslunni er það metið á 11 milljarða í makrílvinnslu og 2 til 2,5 milljarða í loðnuvinnslu á ári. Þá kemur fram að ef Rússar semja ekki við Íslendinga um áframhaldandi veiðiheimildir í Smugunni bætist við tap sjávarútvegsins og þjóðarbúsins. Fiskveiðiréttindin eru metin á 2 milljarða á ári. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.