laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

TF-SIF kemur til landsins á undan áætlun

3. apríl 2009 kl. 13:53

Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar en þar kemur fram að smíði flugvélarinnar hefur gengið ævintýralega vel miðað við að þarna er á ferðinni fullkomnasta eftirlitsflugvél þessarar tegundar í heiminum.

Vélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru samskonar flugvélar notaðar hjá strandgæslum og eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim. Vélin verður afhent Landhelgisgæslunni til prófana þann 9. júní og er svo áætluð til landsins þann 9. júlí eins og áður segir.

Kaupsamningur var undirritaður í maí 2007 og var samningsverð 32,2 milljónir dollara. Allar áætlanir um tíma og verð hafa staðist fullkomlega.  Ef eitthvað er mun verkið verða undir kostnaðaráætlun.

Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar.