mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þá voru yfir 30.000 net í sjó daglega

30. maí 2014 kl. 09:39

Netin græjuð fyrr á tíð. (Mynd: Kr. Ben.)

Horft til baka til vertíðarinnar 1964.

Fyrir réttum 50 árum, eða árið 1964, náðu samtals 324 bátar því marki að veiða yfir 400 tonn hver á vetrarvertíðinni, í net, troll, þorskanót og á línu. Til samanburðar má nefna að á nýliðinni vertíð veiddu 78 bátar yfir 400 tonn hver. 

Þetta kemur fram í nýútkomnu sjómannadagsblaðin Fiskifrétta í ítarlegri samantekt Gísla Reynissonar um þessar vertíðar tvær með hálfrar aldar millibili. Þar segir m.a.: 

„Reikna má með að hátt í fjögur þúsund sjómenn hafi haft vinnu á þessum bátum á vertíðinni 1964. Gróflega má reikna með að yfir 30 þúsund net hafi verið í sjó daglega í mars og apríl af öllum þessum bátum.“

Alls voru 28 bátar með yfir eitt þúsund tonna afla hver á vertíðinni 1964, þar af var Loftur Baldvinsson EA efstur með 1.474 tonn. Álíka margir bátar veiddu yfir þúsund tonn á nýliðinni vertíð og var Steinunn SF aflahæst með 2.167 tonn. 

Sjá nánar í sjómannadagsblaði Fiskifrétta.