fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Thai Union fjárfestir í Ægi sjávarfangi

Gudjon Gudmundsson
5. desember 2019 kl. 10:25

Styrkir stöðu King Oscar á markaði fyrir niðursoðna lifur

Stórfyrirtækið Thai Union hefur fjárfest í lifrarniðursuðufyrirtækinu Ægi sjávarfangi í Grindavík. Ægir sjávarfang stefnir að framleiðslu 20 milljóna dósa af niðursoðinni lifur á næsta ári. Thai Union er stærsti framleiðandi niðursoðins túnfisks í heiminum og selur vörur fyrir 4,1 milljarð dollara á ári. Starfsmenn fyrirtækisins eru 47.000 og meðal fyrirtækja innan samstæðunnar eru King Oscar, Chicken of the Sea, John West, Petit Navire, Parmentier, Marblu og Rügen Fisch. 

Í fréttatilkynningu frá Thai Union segir að fjárfestingin í Ægir sjávarfang muni styrkja stöðu King Oscar á sviði niðursoðinnar lifrar. King Oscar er einn stærsti framleiðandi niðursoðinna sjávarafurða með sterka markaðshlutdeild í Noregi, Bandaríkjunum, Póllandi, Belgíu og Ástralíu. Thai Union keypti King Oscar árið 2014.